Swatting: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 14:15 Tyler Barris var færður fyrir dómara í gær þar sem hann játaði. AP/Bo Rader Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira