Hljómsveitin FM Belfast stóð fyrir tónleikum á Kaffibarnum á sunnudagskvöldið og fóru þeir fram á neðri hæð staðarins.
Það má með sanni segja að meðlimir FM Belfast hafi einfaldlega rifið þakið á húsinu og var stemmningin með hreinum ólíkindum.
Sveitin hefur sett tónleikana í heild sinni á Facebook-síðu sína en þeir voru í beinni útsendingu þar á sunnudagskvöldið. FM Belfast stendur fyrir tónleikum á Hard Rock 14. desember og má finna miðasöluna hér.
Gæðin ekki upp á tíu en gæði tónleikanna mikil en þeir hefjast þegar um sautján mínútur eru liðnar af myndbandinu hér.
