Besta sundkona landsins gat varla hreyft höfuðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira