Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Fréttablaðið/GVA „Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00