Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
„Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00