Viðskiptajöfnuður líði fyrir launaskrið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. nóvember 2018 09:30 Verði laun hækkuð umfram framleiðni og brjótist hækkunin hvorki fram í verðbólgu né atvinnuleysi má búast við miklum áhrifum á viðskiptajöfnuð VÍSIR/VILHELM Hækkun launa umfram framleiðni leiðir til viðskiptahalla ef launahækkanir brjótast ekki fram í verðbólgu eða atvinnuleysi og ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar verður niðurstaðan fordæmalaus viðskiptahalli sem nemur meira en helmingi af landsframleiðslu, eða meira en tvöföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands þar sem dregin eru fram tíu atriði til þess að varpa ljósi á stöðu og þróun íslensks atvinnulífs. „Ef við hækkum laun umfram verðmætin sem atvinnulífið skapar þá erum við að auka tekjur landsmanna svo mikið að þeir fara að flytja inn og kaupa vörur annars staðar frá. Þannig sitjum við fljótlega upp með viðskiptahalla og skuldsetningu við útlönd,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í samtali við Markaðinn.Grafík/FréttablaðiðÍ skýrslunni er dregin upp grunnsviðsmynd sem gerir ráð fyrir mun kröftugri hagvexti til ársins 2021 en spár gera ráð fyrir, eða 6-7 prósentum, sem byggist á 4,8 prósenta framleiðnivexti eða mesta vexti framleiðni sem hefur mælst yfir þriggja ára tímabil frá 1991. Einnig að útflutningur vaxi um 5,6 prósent. Miðað er við 15 prósenta almennar launahækkanir, ásamt stöðugu gengi og að verðbólga verði við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Viðskiptakjör og sparnaðarstig haldist óbreytt þannig að 15 prósenta launahækkun á vinnustund þýði 15 prósentum meiri útgjöld. Því aukist þjóðarútgjöld á mann um 15 prósent á ári. Konráð segir augljóst að eitthvað þurfi undan að láta þegar þjóðarútgjöld vaxa miklu hraðar en framleiðslan í atvinnulífinu. Eina leiðin sé að innflutningur vaxi gríðarlega og mun hraðar en útflutningur sem þýðir að viðskiptahalli myndast hratt og verður um 20 prósent af landsframleiðslu árið 2021. „Lífskjarabatinn er þannig tekinn að láni frá útlöndum,“ segir Konráð. „Það hefur enn fremur í för með sér að gengið þarf að gefa eftir sem leiðir til verðbólgu en ein af forsendum sviðsmyndarinnar var stöðug verðbólga.“Grafík/FréttablaðiðÞá kemur fram í skýrslunni að ekki megi mikið út af bera. Í sviðsmynd þar sem framleiðni vex á svipuðum hraða til lengri tíma og ætla má, og laun allra hækka í samræmi við ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar sé niðurstaðan „fordæmalaus viðskiptahalli sem nemur meira en helmingi af landsframleiðslu eða um 1.548 milljörðum króna árið 2021 á verðlagi 2017 eða meira en tvöföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans.“Launahlutfallið vel yfir meðaltali Viðskiptaráð bendir á að verðmætasköpun í atvinnulífinu, það er virðisaukinn sem er til skiptanna í launa- og fjármagnskostnað, hafi aukist um 60 prósent frá árinu 2010 til 2017. Aukningin hafi gefið svigrúm til launahækkana og aukins fjármagnskostnaðar umfram það sem gengur og gerist. „Á sama tíma jókst virðisaukinn í hlutfalli við tekjur, sem þýðir að fyrirtækin hafa nýtt betur hverja krónu sem kemur í kassann. Ekki er ábyrgt að gera ráð fyrir að þessi þróun muni halda áfram með sama hætti næstu árin,“ segir í skýrslunni.Viðskiptaráð bendir jafnframt á að nauðsynlegt sé að hafa þann fjölbreytileika í afkomu sem íslensk fyrirtæki búa við í huga og forðast skuli að líta á einstök jaðardæmi í umræðunni. Sumar atvinnugreinar skili mun meiri hagnaði um þessar mundir en áður á meðan helmingur atvinnugreina skili hagnaði sem er 6 prósentur eða minna af tekjum. Í skýrslunni er vikið að launahlutfallinu, það er hversu miklu er varið í launakostnað á móti fjármagnskostnaði, leigu, tekjuskatti og hagnaði. Hlutfallið er nú komið um 5 prósentustig yfir langtímameðaltal sem, að mati Viðskiptaráðs, bendir sterklega til þess að svigrúm til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun í hagkerfinu sé lítið. Árið 2016 var launahlutfallið á Íslandi það næsthæsta meðal OECD-ríkja. OECD hefur ekki enn birt tölur fyrir Ísland árið 2017 en ef miðað er við tölurnar frá Hagstofunni fyrir sama ár eru „allar líkur á því að það sé orðið það hæsta meðal OECD-ríkja“. „Íslensk fyrirtæki þurfa að greiða hærri vexti en samkeppnisaðilar í helstu samanburðarlöndum sem ætti frekar að þýða að minna er til skiptanna í launagreiðslur og lægra launahlutfall. Því liggur í augum uppi að hækkun launahlutfalls gæti orðið skaðleg samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þannig lífskjörum á Íslandi,“ segir í skýrslunni.Hærri arðgreiðslur jákvæð þróun Dregin er fram sú staðreynd að arðgreiðslur hafi aukist talsvert á síðustu árum, hraðar en launakostnaður, samfara aukinni verðmætasköpun. Arðgreiðslur utan fjármálageirans hafi til að mynda verið meiri árið 2017 en 2007. Þó beri að hafa í huga að launakostnaður sé enn sexfalt hærri en arðgreiðslur. Þá séu arðgreiðslur jafn eðlilegar og að greiða vexti af íbúðaláni enda um fjármögnun að ræða í báðum tilfellum. „Aukning arðgreiðslna er að hluta afleiðing af meiri eiginfjárfjármögnun atvinnulífsins. Það er jákvætt því það bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu ekki jafnskuldsett og áður og því betur í stakk búin til að takast á við sveiflur í hagkerfinu.“Rekstur eftir launahækkanir Viðskiptaráð setur fram sýnidæmi um rekstur hvers uppbygging er áþekk því sem þekkist í atvinnulífinu. Önnu á og rekur lítið þjónustufyrirtæki en hjá fyrirtækinu starfa fjórir starfsmenn auk Önnu og launakostnaðurinn vegur þungt. „Ímyndum okkur að laun starfsmanna fyrirtækisins hækki um 20 prósent vegna hækkana í kjarasamningum. Ef Anna grípur ekki til neinna ráðstafanna mun fyrirtæki hennar fara í 3 milljóna króna taprekstur. Anna þarf því að taka til sinna ráða. Hún getur reynt að hagræða í rekstrinum en svigrúm til slíks er takmarkað þar sem fyrirtækjarekendur leita yfirleitt leiða til að halda kostnaði í skefjum, sérstaklega í samkeppnisrekstri.Helsta hagræðingaraðgerðin sem kæmi til greina væri að segja upp einum starfsmanni. Fyrir utan það mikla tjón sem það veldur starfsmanninum og fjölskyldu hans er það heldur ekki ávísun á árangur í rekstri þar sem geta fyrirtækisins til að veita góða þjónustu minnkar. Anna gæti einnig farið út í banka og fengið lán og þá vonað að hagur hennar vænkist síðar. Í því er þó fólgin talsverið áhætta og í mörgum tilvikum er það ekki í boði. Þá er aðeins einn kostur eftir og það er að hækka verð sem á endanum birtist í meiri verðbólgu og minni kaupmætti. Þannig þarf ekki að segja upp starfsfólki eða taka óþarfa áhættu með skuldsetningu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Sjá meira
Hækkun launa umfram framleiðni leiðir til viðskiptahalla ef launahækkanir brjótast ekki fram í verðbólgu eða atvinnuleysi og ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar verður niðurstaðan fordæmalaus viðskiptahalli sem nemur meira en helmingi af landsframleiðslu, eða meira en tvöföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands þar sem dregin eru fram tíu atriði til þess að varpa ljósi á stöðu og þróun íslensks atvinnulífs. „Ef við hækkum laun umfram verðmætin sem atvinnulífið skapar þá erum við að auka tekjur landsmanna svo mikið að þeir fara að flytja inn og kaupa vörur annars staðar frá. Þannig sitjum við fljótlega upp með viðskiptahalla og skuldsetningu við útlönd,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í samtali við Markaðinn.Grafík/FréttablaðiðÍ skýrslunni er dregin upp grunnsviðsmynd sem gerir ráð fyrir mun kröftugri hagvexti til ársins 2021 en spár gera ráð fyrir, eða 6-7 prósentum, sem byggist á 4,8 prósenta framleiðnivexti eða mesta vexti framleiðni sem hefur mælst yfir þriggja ára tímabil frá 1991. Einnig að útflutningur vaxi um 5,6 prósent. Miðað er við 15 prósenta almennar launahækkanir, ásamt stöðugu gengi og að verðbólga verði við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Viðskiptakjör og sparnaðarstig haldist óbreytt þannig að 15 prósenta launahækkun á vinnustund þýði 15 prósentum meiri útgjöld. Því aukist þjóðarútgjöld á mann um 15 prósent á ári. Konráð segir augljóst að eitthvað þurfi undan að láta þegar þjóðarútgjöld vaxa miklu hraðar en framleiðslan í atvinnulífinu. Eina leiðin sé að innflutningur vaxi gríðarlega og mun hraðar en útflutningur sem þýðir að viðskiptahalli myndast hratt og verður um 20 prósent af landsframleiðslu árið 2021. „Lífskjarabatinn er þannig tekinn að láni frá útlöndum,“ segir Konráð. „Það hefur enn fremur í för með sér að gengið þarf að gefa eftir sem leiðir til verðbólgu en ein af forsendum sviðsmyndarinnar var stöðug verðbólga.“Grafík/FréttablaðiðÞá kemur fram í skýrslunni að ekki megi mikið út af bera. Í sviðsmynd þar sem framleiðni vex á svipuðum hraða til lengri tíma og ætla má, og laun allra hækka í samræmi við ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar sé niðurstaðan „fordæmalaus viðskiptahalli sem nemur meira en helmingi af landsframleiðslu eða um 1.548 milljörðum króna árið 2021 á verðlagi 2017 eða meira en tvöföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans.“Launahlutfallið vel yfir meðaltali Viðskiptaráð bendir á að verðmætasköpun í atvinnulífinu, það er virðisaukinn sem er til skiptanna í launa- og fjármagnskostnað, hafi aukist um 60 prósent frá árinu 2010 til 2017. Aukningin hafi gefið svigrúm til launahækkana og aukins fjármagnskostnaðar umfram það sem gengur og gerist. „Á sama tíma jókst virðisaukinn í hlutfalli við tekjur, sem þýðir að fyrirtækin hafa nýtt betur hverja krónu sem kemur í kassann. Ekki er ábyrgt að gera ráð fyrir að þessi þróun muni halda áfram með sama hætti næstu árin,“ segir í skýrslunni.Viðskiptaráð bendir jafnframt á að nauðsynlegt sé að hafa þann fjölbreytileika í afkomu sem íslensk fyrirtæki búa við í huga og forðast skuli að líta á einstök jaðardæmi í umræðunni. Sumar atvinnugreinar skili mun meiri hagnaði um þessar mundir en áður á meðan helmingur atvinnugreina skili hagnaði sem er 6 prósentur eða minna af tekjum. Í skýrslunni er vikið að launahlutfallinu, það er hversu miklu er varið í launakostnað á móti fjármagnskostnaði, leigu, tekjuskatti og hagnaði. Hlutfallið er nú komið um 5 prósentustig yfir langtímameðaltal sem, að mati Viðskiptaráðs, bendir sterklega til þess að svigrúm til launahækkana umfram það sem nemur verðmætasköpun í hagkerfinu sé lítið. Árið 2016 var launahlutfallið á Íslandi það næsthæsta meðal OECD-ríkja. OECD hefur ekki enn birt tölur fyrir Ísland árið 2017 en ef miðað er við tölurnar frá Hagstofunni fyrir sama ár eru „allar líkur á því að það sé orðið það hæsta meðal OECD-ríkja“. „Íslensk fyrirtæki þurfa að greiða hærri vexti en samkeppnisaðilar í helstu samanburðarlöndum sem ætti frekar að þýða að minna er til skiptanna í launagreiðslur og lægra launahlutfall. Því liggur í augum uppi að hækkun launahlutfalls gæti orðið skaðleg samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þannig lífskjörum á Íslandi,“ segir í skýrslunni.Hærri arðgreiðslur jákvæð þróun Dregin er fram sú staðreynd að arðgreiðslur hafi aukist talsvert á síðustu árum, hraðar en launakostnaður, samfara aukinni verðmætasköpun. Arðgreiðslur utan fjármálageirans hafi til að mynda verið meiri árið 2017 en 2007. Þó beri að hafa í huga að launakostnaður sé enn sexfalt hærri en arðgreiðslur. Þá séu arðgreiðslur jafn eðlilegar og að greiða vexti af íbúðaláni enda um fjármögnun að ræða í báðum tilfellum. „Aukning arðgreiðslna er að hluta afleiðing af meiri eiginfjárfjármögnun atvinnulífsins. Það er jákvætt því það bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu ekki jafnskuldsett og áður og því betur í stakk búin til að takast á við sveiflur í hagkerfinu.“Rekstur eftir launahækkanir Viðskiptaráð setur fram sýnidæmi um rekstur hvers uppbygging er áþekk því sem þekkist í atvinnulífinu. Önnu á og rekur lítið þjónustufyrirtæki en hjá fyrirtækinu starfa fjórir starfsmenn auk Önnu og launakostnaðurinn vegur þungt. „Ímyndum okkur að laun starfsmanna fyrirtækisins hækki um 20 prósent vegna hækkana í kjarasamningum. Ef Anna grípur ekki til neinna ráðstafanna mun fyrirtæki hennar fara í 3 milljóna króna taprekstur. Anna þarf því að taka til sinna ráða. Hún getur reynt að hagræða í rekstrinum en svigrúm til slíks er takmarkað þar sem fyrirtækjarekendur leita yfirleitt leiða til að halda kostnaði í skefjum, sérstaklega í samkeppnisrekstri.Helsta hagræðingaraðgerðin sem kæmi til greina væri að segja upp einum starfsmanni. Fyrir utan það mikla tjón sem það veldur starfsmanninum og fjölskyldu hans er það heldur ekki ávísun á árangur í rekstri þar sem geta fyrirtækisins til að veita góða þjónustu minnkar. Anna gæti einnig farið út í banka og fengið lán og þá vonað að hagur hennar vænkist síðar. Í því er þó fólgin talsverið áhætta og í mörgum tilvikum er það ekki í boði. Þá er aðeins einn kostur eftir og það er að hækka verð sem á endanum birtist í meiri verðbólgu og minni kaupmætti. Þannig þarf ekki að segja upp starfsfólki eða taka óþarfa áhættu með skuldsetningu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Sjá meira