Vill kanna þýðingar á lögum á fleiri tungur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Ferðamönnum og útlendingum hér á landi hefur fjölgað. vísir/vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira