Patrekur: Verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Patrekur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel „Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30