Erlent

Stan Lee látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Lee andaðist á hjúkrunarheimili í Los Angeles fyrr í morgun.
Lee andaðist á hjúkrunarheimili í Los Angeles fyrr í morgun.
Myndasagnahöfundurinn Stan Lee er látinn, 95 ára að aldri. Þessi bandaríski listamaður setti mark sitt heldur betur á dægurmenningu á þeim tíma sem hann lifði. Hann er sá sem skapaði ofurhetjur á borð við Kóngulóarmanninn, Iron Man, Hulk, Captain America, Thor og X-Men svo dæmi séu tekin.

Lee andaðist á hjúkrunarheimili í Los Angeles fyrr í morgun.

Hann var andlit fyrirtækisins Marvel, en myndasögurnar um ofurhetjurnar voru gefnar út undir merkjum þess fyrirtækis. Marvel hóf kvikmyndaframleiðslu fyrir um áratug og státar af þeirri kvikmyndaseríu sem hefur notið velgengni sem á sér fá fordæmi.

Stan Lee hefur birst í flestum Marvel-myndunum eins og sjá má í myndbandinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×