Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 13:08 Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Getty/Lukas Schultze Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu.
Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30