Á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi eftir að hún fæddi barn nauðgara síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 08:45 Frá alþjóðadegi kvenna í El Salvador fyrr á árinu þar sem þess var meðal annars krafist að þungunarrof yrði gert löglegt í landinu. vísir/epa Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira