Litarmengunin var frá Málningu hf. á Dalvegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Farmur gekk til í flutningabíll á lóð Málningar hf. á Dalvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira