"Paradís er horfin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:00 Það er ekki mikið eftir af þessu hverfi í Paradís í Kaliforníu. Getty/Justin Sullivan Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30