Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 20:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira