Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2018 23:32 Gunnar Bragi Sveinsson fór mikinn í kynningu fyrir Rakarastefnuráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna árið 2015. Fréttablaðið/GVA „Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í ársbyrjun 2015. Fréttina má sjá hér að neðan en ummælin eru athyglisverð í ljósi fregna í kvöld af orðavali Gunnars Braga, núverandi þingmanns Miðflokksins, að sumbli með kollegum sínum úr flokknum og Flokki fólksins á dögunum.Tilefni viðtalsins árið 2015 var að handan við hornið var tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum Íslands og Súrinam um jafnréttismál.Gunnar Bragi flutti erindi á ráðstefnunni sem sjá má hér. Ummælin eru áhugaverð þegar þau eru sett í samhengi við ýmislegt sem Gunnar Bragi lét falla í samtali við þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins á bar á dögunum. DV og Stundin hafa undir höndum upptöku sem barst miðlunum nafnlaust þar sem heyrist tal þingmannanna. Meðal þess sem fyrrnefndir miðlar hafa eftir Gunnari Braga eru eftirfarandi ummæli:Oddný Harðardóttir segir í samtali við fréttastofu að ummæli Gunnars Braga dæmi sig sjálf.Um Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar:„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum:„Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“Í samtali þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar.„Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi.Þá á hann að hafa kallað Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“.Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.Gunnar Bragi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í kvöld. Flokksfélagi hans og formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir alvarlegt ef leynileg hljóðupptaka hafi verið gerð af persónulegu samtali þingmanna. „Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tjáir sig um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tímum í færslu á Twitter. Þar rifjar hann upp ræðu Gunnars Braga undir liðnum Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu þann 20. september. „Ég held að hvert og eitt okkar þurfi að horfa inn á við og velta því fyrir sér að við getum hugsanlega borið ábyrgð á því að traustið hefur minnkað. Reglur laga ekki það hvernig við tölum hvert um annað, hvernig við tölum um Alþingi eða hvernig við komum fram hér. Það eru engar reglur sem munu koma í veg fyrir að menn láti út úr sér alls konar þvælu sem engin rök geta stutt. Það er vitanlega best að vera bara hreinskiptinn og heiðarlegur, segja satt, vera sannsögull, standa við loforðin og tala ekki hvert annað niður. Ég held að það sé það sem mestu skiptir,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tíma segir Andrés: „Dagamunur á stráknum.“ Alþingi Súrínam Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í ársbyrjun 2015. Fréttina má sjá hér að neðan en ummælin eru athyglisverð í ljósi fregna í kvöld af orðavali Gunnars Braga, núverandi þingmanns Miðflokksins, að sumbli með kollegum sínum úr flokknum og Flokki fólksins á dögunum.Tilefni viðtalsins árið 2015 var að handan við hornið var tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum Íslands og Súrinam um jafnréttismál.Gunnar Bragi flutti erindi á ráðstefnunni sem sjá má hér. Ummælin eru áhugaverð þegar þau eru sett í samhengi við ýmislegt sem Gunnar Bragi lét falla í samtali við þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins á bar á dögunum. DV og Stundin hafa undir höndum upptöku sem barst miðlunum nafnlaust þar sem heyrist tal þingmannanna. Meðal þess sem fyrrnefndir miðlar hafa eftir Gunnari Braga eru eftirfarandi ummæli:Oddný Harðardóttir segir í samtali við fréttastofu að ummæli Gunnars Braga dæmi sig sjálf.Um Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar:„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum:„Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“Í samtali þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar.„Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi.Þá á hann að hafa kallað Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“.Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.Gunnar Bragi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í kvöld. Flokksfélagi hans og formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir alvarlegt ef leynileg hljóðupptaka hafi verið gerð af persónulegu samtali þingmanna. „Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tjáir sig um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tímum í færslu á Twitter. Þar rifjar hann upp ræðu Gunnars Braga undir liðnum Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu þann 20. september. „Ég held að hvert og eitt okkar þurfi að horfa inn á við og velta því fyrir sér að við getum hugsanlega borið ábyrgð á því að traustið hefur minnkað. Reglur laga ekki það hvernig við tölum hvert um annað, hvernig við tölum um Alþingi eða hvernig við komum fram hér. Það eru engar reglur sem munu koma í veg fyrir að menn láti út úr sér alls konar þvælu sem engin rök geta stutt. Það er vitanlega best að vera bara hreinskiptinn og heiðarlegur, segja satt, vera sannsögull, standa við loforðin og tala ekki hvert annað niður. Ég held að það sé það sem mestu skiptir,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tíma segir Andrés: „Dagamunur á stráknum.“
Alþingi Súrínam Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01