Reykjavíkurpistill árið 2030 Hjálmar Sveinsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun