Lyfjaleifar og kynhormón fundust í íslensku vatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:28 Mynd frá sýnatökum í sumar. Mynd/Umhverfisstofnun Ýmsar tegundir lyfja fundust við sýnatökur Umhverfisstofnunar á íslensku vatni í sumar. Sýni voru bæði tekin úr sjó og ferskvatni en á meðal efna sem fundust voru bólgueyðandi lyf, geðlyf og kynhormónið estrógen. Umhverfisstofnun stóð í sumar fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða þar sem er að finna stærstu skólpútrásir höfuðborgarsvæðisins, í Varmá neðan Hveragerðis og við bakka Mývatns við Reykjahlíð. Um er að ræða efni sem eru á sérstökum Vaktlista Evrópusambandsins og hefur m.a. að geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Að auki var kannað hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. Niðurstöður mælinganna á sýnunum eru þær að í íslensku umhverfi er að finna fjögur efni af sextán á vaktlista Evrópusambandsins. Efnin sem um ræðir eru Clarithomycin, Diclofenac og Erythromycin sem eru efni sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Að auki fannst kynhormónið estrógen í sýnunum sem voru tekin. Engin varnarefni (skordýra eða plöntuvarnarefni) af listanum var að finna í íslensku sýnunum. Af þeim tuttugu efnum sem eru á sænska vaktlistanum yfir lyfjaleifar fundust fimmtán í sýnunum sem voru tekin hér á landi. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum, verkjastillandi og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Niðurstöðurnar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Lyfin geta borist í frárennsliskerfin með ýmsum hætti, eins og frá búfjárhaldi, með útskilnaði frá fólki eða þegar fólk losar sig við lyf í frárennsliskerfið. Fráveitur á Íslandi búa ekki yfir búnaði til að hreinsa lyfjaleifar úr fráveituvatninu. Því er mikilvægt að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að þeim verði fargað á réttan hátt og endi ekki í umhverfinu. Rannsóknir í Evrópu sýna að lyfjaleifar finnast orðið víða í umhverfinu, m.a. í drykkjarvatni og í vatnalífverum. Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ýmsar tegundir lyfja fundust við sýnatökur Umhverfisstofnunar á íslensku vatni í sumar. Sýni voru bæði tekin úr sjó og ferskvatni en á meðal efna sem fundust voru bólgueyðandi lyf, geðlyf og kynhormónið estrógen. Umhverfisstofnun stóð í sumar fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða þar sem er að finna stærstu skólpútrásir höfuðborgarsvæðisins, í Varmá neðan Hveragerðis og við bakka Mývatns við Reykjahlíð. Um er að ræða efni sem eru á sérstökum Vaktlista Evrópusambandsins og hefur m.a. að geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Að auki var kannað hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. Niðurstöður mælinganna á sýnunum eru þær að í íslensku umhverfi er að finna fjögur efni af sextán á vaktlista Evrópusambandsins. Efnin sem um ræðir eru Clarithomycin, Diclofenac og Erythromycin sem eru efni sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Að auki fannst kynhormónið estrógen í sýnunum sem voru tekin. Engin varnarefni (skordýra eða plöntuvarnarefni) af listanum var að finna í íslensku sýnunum. Af þeim tuttugu efnum sem eru á sænska vaktlistanum yfir lyfjaleifar fundust fimmtán í sýnunum sem voru tekin hér á landi. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum, verkjastillandi og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Niðurstöðurnar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Lyfin geta borist í frárennsliskerfin með ýmsum hætti, eins og frá búfjárhaldi, með útskilnaði frá fólki eða þegar fólk losar sig við lyf í frárennsliskerfið. Fráveitur á Íslandi búa ekki yfir búnaði til að hreinsa lyfjaleifar úr fráveituvatninu. Því er mikilvægt að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að þeim verði fargað á réttan hátt og endi ekki í umhverfinu. Rannsóknir í Evrópu sýna að lyfjaleifar finnast orðið víða í umhverfinu, m.a. í drykkjarvatni og í vatnalífverum.
Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent