Fjöldi fólks látið lífið vegna lífshættulegra lækningatækja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:03 Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað. Getty Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja. Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja.
Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira