Handbolti

Logi Geirs í Seinni bylgjunni: Það er eitthvað mikið að í Vestmannaeyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theodór Sigurbjörnsson.
Theodór Sigurbjörnsson. Vísir/Vilhelm
Logi Geirsson mætti í Seinni bylgjuna í gærkvöldi og var allt annað en sáttur með spilamennsku Íslands- og bikarmeistara ÍBV.

ÍBV vann þrefalt á síðasta tímabili undir stjórn Arnars Péturssonar á síðasta tímabili en tapaði fjórða leiknum í röð í gærkvöldi og situr nú í 10. sæti eftir tíu leiki.

Liðið sem vann 16 af 22 deildarleikjum sínum í fyrra og tapaði aðeins fjórum hefur nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum sínum í titilvörninni. Ekkert lið á þessari öld hefur byrjað titilvörnina verr.

„Ég held að það megi bara sleppa þessari umræðu um einhverja leikmenn. Það er bara eitthvað mikið að í Vestmannaeyjum. Þetta lið er algjörlega hrunið andlega, það er ömurleg líkamstjáning hjá leikmönnum og við erum að sjá Tedda (Theodór Sigurbjörnsson) fara með einhverjar sex sóknir á korteri í seinni hálfeik. Hvað er að?,“ sagði Logi Geirsson.

„Það er eitthvað risastórt að þarna,“ sagði Logi og hélt síðan áfram. Það má finna alla eldræðu Loga um ÍBV-liðið hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirsson um Eyjaliðið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×