Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 23:39 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent