Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 14:01 Úkraínsku skipin voru á leið til hafnarborgarinnar Mariupol. Getty/Sean Gallup Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum. Rússland Úkraína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum.
Rússland Úkraína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira