Tugir fórust í sjálfsmorðsárás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Hermaður fær aðhlynningu eftir sprengjuárásina. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti 26 fórust og 50 særðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku á herstöð í Khost-fylki Afganistans í gær. Reuters greindi frá þessu og hafði eftir embættismönnum á svæðinu. Öll hin föllnu voru starfsmenn afganska hersins að því er höfuðsmaður að nafni Abdullah sagði við fréttavefinn. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni í gærkvöldi. Þó er ljóst að talíbanar hafa ráðist gegn afgönskum hermönnum af krafti á síðustu vikum í von um að koma ríkisstjórninni frá völdum og hermönnum vestrænna ríkja úr landi. Þannig hafa hundruð farist, herstöðvar verið eyðilagðar og vopn hirt í áhlaupum talíbana. Einungis þrír dagar voru liðnir í gær frá því að sjálfsmorðsárás var gerð á ráðstefnu afganskra klerka í höfuðborginni Kabúl. Klerkarnir höfðu safnast saman til þess að fagna afmæli Múhameðs spámanns. Um þúsund voru á ráðstefnunni en að sögn embættismanna fórust 55. Þá særðust 90 til viðbótar. Talíbanar neituðu því að hafa borið ábyrgð á þeirri árás og engin önnur hreyfing lýsti yfir ábyrgð. Ekki er hægt að útiloka að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) hafi gert árásina en þau hafa ítrekað ráðist á Kabúl að undanförnu. – þea Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Að minnsta kosti 26 fórust og 50 særðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku á herstöð í Khost-fylki Afganistans í gær. Reuters greindi frá þessu og hafði eftir embættismönnum á svæðinu. Öll hin föllnu voru starfsmenn afganska hersins að því er höfuðsmaður að nafni Abdullah sagði við fréttavefinn. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni í gærkvöldi. Þó er ljóst að talíbanar hafa ráðist gegn afgönskum hermönnum af krafti á síðustu vikum í von um að koma ríkisstjórninni frá völdum og hermönnum vestrænna ríkja úr landi. Þannig hafa hundruð farist, herstöðvar verið eyðilagðar og vopn hirt í áhlaupum talíbana. Einungis þrír dagar voru liðnir í gær frá því að sjálfsmorðsárás var gerð á ráðstefnu afganskra klerka í höfuðborginni Kabúl. Klerkarnir höfðu safnast saman til þess að fagna afmæli Múhameðs spámanns. Um þúsund voru á ráðstefnunni en að sögn embættismanna fórust 55. Þá særðust 90 til viðbótar. Talíbanar neituðu því að hafa borið ábyrgð á þeirri árás og engin önnur hreyfing lýsti yfir ábyrgð. Ekki er hægt að útiloka að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) hafi gert árásina en þau hafa ítrekað ráðist á Kabúl að undanförnu. – þea
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira