Sigur að segja frá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Árið hjá Sigrúnu hefur einkennst af átökum en líka persónulegum sigri. Fréttablaðið/Ernir Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira