Beðið í tvö og hálft ár eftir offituaðgerð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð. Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “ Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira