Beðið í tvö og hálft ár eftir offituaðgerð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð. Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira