Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 18:30 Á næstunni lokar pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en með því verður endir bundinn á 150 ára sögu póstþjónustu á staðnum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15