Snýst um meira en lægri laun og kostnað segir forseti ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Skóflustunga að íbúðum Bjargs á Akranesi var tekin í síðasta mánuði. Um verður að ræða innflutt einingahús. Mynd/Bjarg „Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira