Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 15:15 Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fréttablaðið/Stefán Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum. Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum.
Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira