Almannatenglar smíða ræður fyrir lögregluna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Góð samskipti Andrésar Jónssonar aðstoða LRH. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira