Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu Benedikt Bóas skrifar 22. nóvember 2018 08:00 Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu, stendur stoltur inni á nýja staðnum. Fréttablaðið/Ernir „Við erum búin að vera með foropnun í nokkra daga en opnum formlega í dag. Það er mikil tilhlökkun, við iðum í skinninu og getum ekki beðið eftir að byrja,“ segir Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu, en þrátt fyrir opnun vantar tvo í eldhúsið. Yfirkokkurinn á veitingastaðnum Denis Grbic og eftirréttadrottning landsins, Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, verða fjarverandi því þau eru að keppa á Heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg með kokkalandsliðinu. Stólarnir á jarðhæðinni vekja athygli en hinn sérhannaði hægindastóll Hótel Sögu hefur verið endurgerður eftir upprunalegum teikningum Halldórs Jónssonar, arkitekts hússins. „Þeir voru smíðaðir fyrir Hótel Sögu þegar það var byggt 1962. Hann lærði í Danmörku og þetta er þessi klassíska skandinavíska hönnun. Hann var á sama tíma í skóla og Arne Jacobsen og stíllinn ber alveg þess merki. Í hönnunarferlinu var sú ákvörðun tekin að horfa til upprunans. Færa útlitið til þess tíma þegar húsið var byggt því það er svo tímalaus hönnun.“ Upphaf Bændahallarinnar og Hótel Sögu má rekja aftur til 1939 en framkvæmdir hófust 1956 og var húsið tekið í notkun 1962. „Hótelið var auðvitað glæsilegt þegar það var reist á sínum tíma og þess vegna var ákveðið að færa húsið aftur í það horf í heild sinni. Allt sem hefur verið gert að undanförnu hefur verið unnið út frá þeirri reglu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
„Við erum búin að vera með foropnun í nokkra daga en opnum formlega í dag. Það er mikil tilhlökkun, við iðum í skinninu og getum ekki beðið eftir að byrja,“ segir Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu, en þrátt fyrir opnun vantar tvo í eldhúsið. Yfirkokkurinn á veitingastaðnum Denis Grbic og eftirréttadrottning landsins, Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, verða fjarverandi því þau eru að keppa á Heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg með kokkalandsliðinu. Stólarnir á jarðhæðinni vekja athygli en hinn sérhannaði hægindastóll Hótel Sögu hefur verið endurgerður eftir upprunalegum teikningum Halldórs Jónssonar, arkitekts hússins. „Þeir voru smíðaðir fyrir Hótel Sögu þegar það var byggt 1962. Hann lærði í Danmörku og þetta er þessi klassíska skandinavíska hönnun. Hann var á sama tíma í skóla og Arne Jacobsen og stíllinn ber alveg þess merki. Í hönnunarferlinu var sú ákvörðun tekin að horfa til upprunans. Færa útlitið til þess tíma þegar húsið var byggt því það er svo tímalaus hönnun.“ Upphaf Bændahallarinnar og Hótel Sögu má rekja aftur til 1939 en framkvæmdir hófust 1956 og var húsið tekið í notkun 1962. „Hótelið var auðvitað glæsilegt þegar það var reist á sínum tíma og þess vegna var ákveðið að færa húsið aftur í það horf í heild sinni. Allt sem hefur verið gert að undanförnu hefur verið unnið út frá þeirri reglu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira