Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 22:00 Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss. vísir/Bára Selfoss og Fram mættust í síðasta leik níundu umferðar Olís-deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn gátu Selfyssingar komist upp að hlið Haukum með sigri en Haukar sitja í toppsæti deildarinnar. Lið Fram hefur verið í töluverðum vandræðum á leiktíðinni og situr í 11. sæti en það liðið sem endar þar í vor fellur niður í Grill 66 deildina. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Selfyssingar þó alltaf með yfirhöndina, þó ekki nema með eins til tveggja marka mun. Paweł Kiepulski markvörður Selfyssinga var algjörlega magnaður í fyrri hálfleik með tíu skot varin og var ein af ástæðum þess að Selfyssingar leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar uppteknum hætti og héldu alltaf forystunni án þess að ná að auka hana. Haukur Þrastarson var algjörlega magnaður í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum settu Selfyssingar í annan gír og juku forskot jafnt og þétt. Mest náðu þeir sex marka forskoti en þegar lítið var eftir af leiknum var varnarleikur beggja liða orðinn ansi dapur og liðin skoruðu að vild síðustu mínúturnar. Lokatölur 28-23, Selfoss í vil. Eftir þessi úrslit er það ljóst að Selfyssingar jafna Hauka að stigum en fara þó ekki upp fyrir þá í deildinni þrátt fyrir betri markatölu en það eru innbyrgðist viðureignir sem telja. Selfoss og Haukar því einu tvö liðin á toppnum, með stigi meira en FH. Lið Fram situr enn þá í 11. sætinu og er í harðri botnbaráttu, þó með tveimur fleiri stig en Akureyringar sem verma botnsætið. Afhverju vann Selfoss? Þegar á heildina er litið voru Selfyssingar betri en Fram í öllum þáttum leiksins. Sóknarleikur, varnarleikur og markvarsla. Pawel varði tíu skot í fyrri hálfleik á meðan kollegi hans í marki Fram varði einungis tvö. Fram var að klúðra algjörum dauðafærum sem er ansi dýrt á móti liði eins og Selfoss. Þrír leikmenn Selfyssinga skoruðu sex mörk eða meira í kvöld. Árni, Einar og Haukur. Þegar þessir þrír eru á sínum degi þá eru Selfyssingar ansi erfiðir viðureignar, það verður að segjast. Hvað gekk illa? Markvörðum Fram gekk bölvanlega að verja handboltaskot í kvöld. Samtals voru þeir með sex skot varinn og nánast hægt að fullyrða að það þurfi meiri markvörslu gegn liði eins og Selfyssingum, ætli lið sér stig á móti þeim. Bæði lið klúðruðu mörgum dauðfæri og þá kannski sérstaklega liðsmenn Fram en eins og fyrr segir verður að nýta allt í svona leikjum á móti jafn sterkum andstæðingum. Hverjir stóðu uppúr? Haukur Þrastarson bar höfuð og herðar yfir alla aðra leikmenn sem spiluðu hér í kvöld. Sex mörk, sex löglegar stöðvanir, tólf stoðsendingar. Takk fyrir takk. Hergeir Grímsson var einnig magnaður í liði Selfyssinga í dag en gæinn er stemningskall sem fær alla með sér í lið, sama hvort þeir séu liðsfélagar, stuðningsmenn eða strákarnir á moppunni. Magnaður. Árni Steinn, Pawel, Einar Sverrir allir flottir í liði Selfoss og ósanngjarnt að taka einhvern einn út en það verður að gera í þessu tilviki. Haukur Þrastarson, munið nafnið. Í liði Fram var Þorgrímur Smári líflegastur með sex mörk. Þorgeir Bjarki var einnig flottur með fimm mörk úr sex tilraunum. Hvað næst? Selfyssingar mæta pólska liðinu Azoty-Pulway í EHF-keppninni á laugardskvöldið klukkan 18:00, leikið verður í Hleðsluhöllinni. Selfyssingar þurfa að vinna um sjö marka forskot Pólverjanna ætli þér sér í riðlakeppni EHF-keppninnar. Fram mætir Aftureldingu í deildinni á sunnudaginn kemur í Safamýrinni.Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss.vísir/daníelPatrekur: Margt búið að gerast í hans lífi á einu ári „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna. Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”Guðmundur Helgi Pálsson.vísir/daníelGuðmundur: Við erum á réttri leið „Þetta snýst um að peppa mína menn áfram,” sagði Guðmundur Helgi þjálfari Fram eftir tap sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Guðmundur hélt stutt erindi fyrir sína menn eftir leikinn en segir ekki um neinn krísufund hafi verið að ræða. „Það eru klár batamerki á mínu liði. Við erum að spila miklu betur, því miður erum við að klikka á alltof mörgum dauðafærum í dag sem eru stöngin út og svo var Pawel að verja eins og brjálæðingur” „Áfram erum við að klikka á rosalegum dauðafærum og þá fáum við bara lið eins og Selfoss hart í bakið. Ég er ekki með tölfræðina á hreinu en ég væri til í að sjá hraðaupphlaupsmuninn á liðunum.” En er þetta styrkleikamunurinn á liði sem er að berjast á botninum og svo liði sem er í toppbaráttu? „Frábært lið Selfoss, algjörlega frábært. Þeir eru vonandi að fara áfram í Evrópukeppninni og þeir eru með lið sem eiga að vinna Fram.“ „Við gáfum þeim leik og ætluðum að reyna að stríða þeim aðeins meira, því miður heppnaðist það ekki í dag. Við erum á réttri leið og ætlum okkur hærra í töflunni.” Haukur Þrastarson lék Fram grátt í dag og segir Guðmundur hann vera eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum handbolta í mörg ár. „Haukur er bara eitt mesta efni sem hefur sést á Íslandi í mörg, mörg, mörg ár. Ég sem gamall miðjumaður finnst bara frábært að sjá hann. Vonandi fer hann bara ennþá lengra af því að hann hefur alla burði til þess að verða frábær.“ Olís-deild karla
Selfoss og Fram mættust í síðasta leik níundu umferðar Olís-deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn gátu Selfyssingar komist upp að hlið Haukum með sigri en Haukar sitja í toppsæti deildarinnar. Lið Fram hefur verið í töluverðum vandræðum á leiktíðinni og situr í 11. sæti en það liðið sem endar þar í vor fellur niður í Grill 66 deildina. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Selfyssingar þó alltaf með yfirhöndina, þó ekki nema með eins til tveggja marka mun. Paweł Kiepulski markvörður Selfyssinga var algjörlega magnaður í fyrri hálfleik með tíu skot varin og var ein af ástæðum þess að Selfyssingar leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar uppteknum hætti og héldu alltaf forystunni án þess að ná að auka hana. Haukur Þrastarson var algjörlega magnaður í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum settu Selfyssingar í annan gír og juku forskot jafnt og þétt. Mest náðu þeir sex marka forskoti en þegar lítið var eftir af leiknum var varnarleikur beggja liða orðinn ansi dapur og liðin skoruðu að vild síðustu mínúturnar. Lokatölur 28-23, Selfoss í vil. Eftir þessi úrslit er það ljóst að Selfyssingar jafna Hauka að stigum en fara þó ekki upp fyrir þá í deildinni þrátt fyrir betri markatölu en það eru innbyrgðist viðureignir sem telja. Selfoss og Haukar því einu tvö liðin á toppnum, með stigi meira en FH. Lið Fram situr enn þá í 11. sætinu og er í harðri botnbaráttu, þó með tveimur fleiri stig en Akureyringar sem verma botnsætið. Afhverju vann Selfoss? Þegar á heildina er litið voru Selfyssingar betri en Fram í öllum þáttum leiksins. Sóknarleikur, varnarleikur og markvarsla. Pawel varði tíu skot í fyrri hálfleik á meðan kollegi hans í marki Fram varði einungis tvö. Fram var að klúðra algjörum dauðafærum sem er ansi dýrt á móti liði eins og Selfoss. Þrír leikmenn Selfyssinga skoruðu sex mörk eða meira í kvöld. Árni, Einar og Haukur. Þegar þessir þrír eru á sínum degi þá eru Selfyssingar ansi erfiðir viðureignar, það verður að segjast. Hvað gekk illa? Markvörðum Fram gekk bölvanlega að verja handboltaskot í kvöld. Samtals voru þeir með sex skot varinn og nánast hægt að fullyrða að það þurfi meiri markvörslu gegn liði eins og Selfyssingum, ætli lið sér stig á móti þeim. Bæði lið klúðruðu mörgum dauðfæri og þá kannski sérstaklega liðsmenn Fram en eins og fyrr segir verður að nýta allt í svona leikjum á móti jafn sterkum andstæðingum. Hverjir stóðu uppúr? Haukur Þrastarson bar höfuð og herðar yfir alla aðra leikmenn sem spiluðu hér í kvöld. Sex mörk, sex löglegar stöðvanir, tólf stoðsendingar. Takk fyrir takk. Hergeir Grímsson var einnig magnaður í liði Selfyssinga í dag en gæinn er stemningskall sem fær alla með sér í lið, sama hvort þeir séu liðsfélagar, stuðningsmenn eða strákarnir á moppunni. Magnaður. Árni Steinn, Pawel, Einar Sverrir allir flottir í liði Selfoss og ósanngjarnt að taka einhvern einn út en það verður að gera í þessu tilviki. Haukur Þrastarson, munið nafnið. Í liði Fram var Þorgrímur Smári líflegastur með sex mörk. Þorgeir Bjarki var einnig flottur með fimm mörk úr sex tilraunum. Hvað næst? Selfyssingar mæta pólska liðinu Azoty-Pulway í EHF-keppninni á laugardskvöldið klukkan 18:00, leikið verður í Hleðsluhöllinni. Selfyssingar þurfa að vinna um sjö marka forskot Pólverjanna ætli þér sér í riðlakeppni EHF-keppninnar. Fram mætir Aftureldingu í deildinni á sunnudaginn kemur í Safamýrinni.Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss.vísir/daníelPatrekur: Margt búið að gerast í hans lífi á einu ári „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna. Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”Guðmundur Helgi Pálsson.vísir/daníelGuðmundur: Við erum á réttri leið „Þetta snýst um að peppa mína menn áfram,” sagði Guðmundur Helgi þjálfari Fram eftir tap sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Guðmundur hélt stutt erindi fyrir sína menn eftir leikinn en segir ekki um neinn krísufund hafi verið að ræða. „Það eru klár batamerki á mínu liði. Við erum að spila miklu betur, því miður erum við að klikka á alltof mörgum dauðafærum í dag sem eru stöngin út og svo var Pawel að verja eins og brjálæðingur” „Áfram erum við að klikka á rosalegum dauðafærum og þá fáum við bara lið eins og Selfoss hart í bakið. Ég er ekki með tölfræðina á hreinu en ég væri til í að sjá hraðaupphlaupsmuninn á liðunum.” En er þetta styrkleikamunurinn á liði sem er að berjast á botninum og svo liði sem er í toppbaráttu? „Frábært lið Selfoss, algjörlega frábært. Þeir eru vonandi að fara áfram í Evrópukeppninni og þeir eru með lið sem eiga að vinna Fram.“ „Við gáfum þeim leik og ætluðum að reyna að stríða þeim aðeins meira, því miður heppnaðist það ekki í dag. Við erum á réttri leið og ætlum okkur hærra í töflunni.” Haukur Þrastarson lék Fram grátt í dag og segir Guðmundur hann vera eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum handbolta í mörg ár. „Haukur er bara eitt mesta efni sem hefur sést á Íslandi í mörg, mörg, mörg ár. Ég sem gamall miðjumaður finnst bara frábært að sjá hann. Vonandi fer hann bara ennþá lengra af því að hann hefur alla burði til þess að verða frábær.“