Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 12:00 Ryan Fry, annar frá vinstri, hoppar upp á pallinn á ÓL 2014. Vísir/Getty Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum. Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum.
Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira