Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 22:37 Wow air birti uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar má sjá hversu róður félagsins hefur þyngst frá því í fyrra. vísir/Anton Brink Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan. WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30