Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru ekki lengur þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49