Skúli fundaði með samgönguráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. nóvember 2018 15:34 Sigurður Ingi og Skúli funduðu í dag um stöðu WOW air. vísir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51