Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. nóvember 2018 06:15 WOW air flýgur með fjölda ferðamanna til landsins. "WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira