Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira