Snjó gæti leyst hratt fyrir norðan með hlýindakafla Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:02 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri. Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri.
Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira