Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2018 08:29 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aukið fjármagn muni nýtast flokkum til reksturs skrifstofu. Vísir/Vilhelm Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira