Róbert Ísak var tvisvar Norðurlandameistari á sama klukktímanum. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag þá varð Róbert Ísak Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi.
Hann var ekki hættur því Róbert fylgdi þessum gullverðlaunum eftir með því að tryggja sér sigur í 100 metra bringusundi. Tvö gull á rúmum hálftíma er frábær árangur hjá okkar manni.
Róbert Ísak kom í mark á 1:10:44 mín. en Guðfinnur Karlsson endaði í sjötta sæti í sama sundi á tímanum 1:26:58 mín.
Þórey Ísafold Magnúsdóttir fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi.