Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Lítill stuðningur er í þingheimi við sexmenningana sem hljóðritaðir voru á barnum Klaustri. Fréttablaðið/Anton Brink Aðeins einn sitjandi þingmaður telur að þingmennirnir, sem sátu að sumbli á Klaustri bar þann 20. september síðastliðinn og hrakyrtu samstarfsmenn sína og aðra þjóðþekkta einstaklinga, þurfi ekki að segja af sér þingmennsku. Þá telur 31 þingmaður að sexmenningarnir þurfi að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í samtölum Fréttablaðsins við þá þingmenn sem náðist í í gær. Fréttablaðið reyndi í gær að ná í alla þingmennina 57 sem ekki voru að drykkju á Klaustri þetta umrædda kvöld sem hefur svo sannarlega spillt og eitrað andrúmsloftið og vinnufriðinn á þingi. Ekki náðist í sjö þingmenn af þessum 57.Sjá einnig: Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Hins vegar sýnist sem svo að þingmenn séu ekki sammála um hvort þeir eigi að taka til einhverra ráða sjálfir. Talað hefur verið um að þingmenn standi upp og yfirgefi þingsal þegar einhver þeirra sexmenninganna af Klaustri kemur í pontu eða hundsi nefndarfundi sem þau sitja. Margir þingmenn lýstu því þannig að þeir væru ekki tilbúnir til að beita einhverjum eineltistilburðum sem þessum. „Maður svarar ekki ofbeldi með ofbeldi,“ sagði einn þingmaðurinn.Ljóst er af samtölum við þingmenn að þeim er enn brugðið yfir því sem kom fram í upptökunum á Klaustri. Þingmenn lýstu stöðunni sem nokkuð þrúgandi þar sem andrúmsloftið væri í raun og veru hálf eitrað. Átján þingmenn vildu ekki svara spurningum Fréttablaðsins um málið þótt margir þeirra væru búnir að gera upp afstöðu sína til málsins. Töldu sumir hverjir rétt að bíða niðurstöðu siðanefndar þingsins í málinu sem hefur í fyrsta sinn verið virkjuð eftir að hún var sett á laggirnar eftir Wintris-hneyksli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðu sexmenninganna svo þrönga að þau eigi í erfiðleikum með að vinna vinnu sína á þingi. „Við höfum séð á þingi og í þjóðfélaginu víðtæka fordæmingu á framferði þessa fólks og sú víðtæka andstaða sem hefur birst mun gera þessum þingmönnum erfitt fyrir með að ná fram sínum málum á þingi. Með öðrum orðum geta þau trauðla komið fram vilja umbjóðenda sinna sem kusu þau. Það er það sem þau standa frammi fyrir, þau eiga örðugt með að standa undir því sem þau voru kosin til.“ Eiríkur bendir enn fremur á að traustið á þinginu hafi hrapað í kjölfar hrunsins árið 2008 en hafi síðan vaxið hægt og rólega. Það sé alveg ljóst að þessi atburður hafi gert það að verkum að traustið hafi minnkað á nýjan leik. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Aðeins einn sitjandi þingmaður telur að þingmennirnir, sem sátu að sumbli á Klaustri bar þann 20. september síðastliðinn og hrakyrtu samstarfsmenn sína og aðra þjóðþekkta einstaklinga, þurfi ekki að segja af sér þingmennsku. Þá telur 31 þingmaður að sexmenningarnir þurfi að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í samtölum Fréttablaðsins við þá þingmenn sem náðist í í gær. Fréttablaðið reyndi í gær að ná í alla þingmennina 57 sem ekki voru að drykkju á Klaustri þetta umrædda kvöld sem hefur svo sannarlega spillt og eitrað andrúmsloftið og vinnufriðinn á þingi. Ekki náðist í sjö þingmenn af þessum 57.Sjá einnig: Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Hins vegar sýnist sem svo að þingmenn séu ekki sammála um hvort þeir eigi að taka til einhverra ráða sjálfir. Talað hefur verið um að þingmenn standi upp og yfirgefi þingsal þegar einhver þeirra sexmenninganna af Klaustri kemur í pontu eða hundsi nefndarfundi sem þau sitja. Margir þingmenn lýstu því þannig að þeir væru ekki tilbúnir til að beita einhverjum eineltistilburðum sem þessum. „Maður svarar ekki ofbeldi með ofbeldi,“ sagði einn þingmaðurinn.Ljóst er af samtölum við þingmenn að þeim er enn brugðið yfir því sem kom fram í upptökunum á Klaustri. Þingmenn lýstu stöðunni sem nokkuð þrúgandi þar sem andrúmsloftið væri í raun og veru hálf eitrað. Átján þingmenn vildu ekki svara spurningum Fréttablaðsins um málið þótt margir þeirra væru búnir að gera upp afstöðu sína til málsins. Töldu sumir hverjir rétt að bíða niðurstöðu siðanefndar þingsins í málinu sem hefur í fyrsta sinn verið virkjuð eftir að hún var sett á laggirnar eftir Wintris-hneyksli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðu sexmenninganna svo þrönga að þau eigi í erfiðleikum með að vinna vinnu sína á þingi. „Við höfum séð á þingi og í þjóðfélaginu víðtæka fordæmingu á framferði þessa fólks og sú víðtæka andstaða sem hefur birst mun gera þessum þingmönnum erfitt fyrir með að ná fram sínum málum á þingi. Með öðrum orðum geta þau trauðla komið fram vilja umbjóðenda sinna sem kusu þau. Það er það sem þau standa frammi fyrir, þau eiga örðugt með að standa undir því sem þau voru kosin til.“ Eiríkur bendir enn fremur á að traustið á þinginu hafi hrapað í kjölfar hrunsins árið 2008 en hafi síðan vaxið hægt og rólega. Það sé alveg ljóst að þessi atburður hafi gert það að verkum að traustið hafi minnkað á nýjan leik.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15