Pétur Grétarsson hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 13:45 Pétur Grétarsson fær verðlaunin í ár. vísirr/gva Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið