Stefni enn þá á að vera komin út í atvinnumennsku á nýju ári Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. desember 2018 16:00 Dagný í leik með Íslandi á Evrópumótinu 2017 en hún hefur leikið 76 leiki fyrir Íslands hönd. vísir/getty Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“ Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“
Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn