KA vann Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar á heimavelli en nú fær Akureyri Handboltafélag erkifjendur sína í heimsókn í Höllina fyrir norðan.
Jóhann Gunnar er á því að Akureyri vinnur leikinn þar sem að liðið er að sækja í sig veðrið en það er búið að tvöfalda stigafjölda sinn í síðustu tveimur leikjum.
Logi sagði að KA myndi örugglega vinna og vildi veðja 5.000 krónum. Jóhann Gunnar var ekki alveg á því að setja svo mikinn pening á leikinn þannig að þeir fóru milliveginn.
Lokaskotið má sjá hér að neðan.