Tölfræðin segir að Gunnar Nelson vinni með uppgjafartaki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2018 12:00 Gunnar Nelson er einn sá allra besti í heiminum í gólfglímu. vísir/getty Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira
Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30
Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00
Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45
Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00