Handtaka í tengslum við vinsælt hlaðvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:34 Síðast sást til Lynette Dawson árið 1982. Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald. Eyjaálfa Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald.
Eyjaálfa Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira