Heimildarmynd og nýtt lag Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2018 06:30 Guðný er gríðarlega eftirsóttur skemmtikraftur. „Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
„Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira