Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2018 12:15 WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. Þegar greint var frá bráðabirgðasamkomulagi um kaup bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo Partners á hlut í WOW air á föstudag sagðist Skúli Mogensen bjartsýnn á að rekstur WOW air væri tryggður til framtíðar. „Ég held að við höfum tekið núna risaskref í rétta átt. Vissulega erum við núna í miðri áreiðanleikakönnun, við þurfum að klára ákveðin skilyrði en það er verið að vinna mjög hratt í þeim efnum og ég er mjög bjartsýnn með framhaldið,“ sagði Skúli. WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins en árshlutauppgjör félagsins var birt á föstudagskvöld. Áreiðanleikakönnun stendur nú yfir vegna samkomulagsins við Indigo eins og Skúli nefndi. Þegar óskað var eftir upplýsingum hjá WOW air um hvenær áreiðanleikakönnun vegna viðskiptanna myndi liggja fyrir fengust þau svör að það yrði ekki gefið upp. Indigo Parters er staðsett í Phoenix og sérhæfir sig í fjárfestingum í lággjaldaflugfélögum. Félagið á meðal annars kjölfestuhlut í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air. Morgunblaðið í dag rifjar upp að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis getur Indigo Partners aldrei orðið meirihlutaeigandi í WOW air vegna þeirra reglna sem gilda um flugrekstrarleyfið. Um það gildir reglugerð ESB nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í bandalaginu. Þar segir í 4. gr. að flugrekstrarleyfi frá lögbæru leyfisyfirvaldi í aðildarríki, sem í tilviki Íslands er Samgöngustofa, sé bundið því skilyrði að höfuðstöðvar fyrirtækins séu í viðkomandi aðildarríki. Í f-lið 4. gr. kemur svo fram að leyfið sé bundið við að ríkisborgarar viðkomandi aðildarríkis eigi meira en 50 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þetta þýðir að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða einstaklingar eða lögaðilar frá ríkjum EES-svæðisins (EFTA-ríkjunum og 28 ríkjum ESB) að eiga meira en helmingshlut í félaginu.Fréttin var uppfærð kl. 14:49 en það ranghermi var tekið út að rekstrarleyfi væri bundið skilyrðum um að eigendur meira en helmings hlutafjár þyrftu að vera íslenskir. Hið rétta er að gerður er áskilnaður um evrópskt eignarhald á meira en 50 prósent hlutafjár.Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann fer yfir samkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og rekstrarhorfur WOW air má nálgast í myndskeiði hér fyrir neðan. WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08 Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. Þegar greint var frá bráðabirgðasamkomulagi um kaup bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo Partners á hlut í WOW air á föstudag sagðist Skúli Mogensen bjartsýnn á að rekstur WOW air væri tryggður til framtíðar. „Ég held að við höfum tekið núna risaskref í rétta átt. Vissulega erum við núna í miðri áreiðanleikakönnun, við þurfum að klára ákveðin skilyrði en það er verið að vinna mjög hratt í þeim efnum og ég er mjög bjartsýnn með framhaldið,“ sagði Skúli. WOW air tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins en árshlutauppgjör félagsins var birt á föstudagskvöld. Áreiðanleikakönnun stendur nú yfir vegna samkomulagsins við Indigo eins og Skúli nefndi. Þegar óskað var eftir upplýsingum hjá WOW air um hvenær áreiðanleikakönnun vegna viðskiptanna myndi liggja fyrir fengust þau svör að það yrði ekki gefið upp. Indigo Parters er staðsett í Phoenix og sérhæfir sig í fjárfestingum í lággjaldaflugfélögum. Félagið á meðal annars kjölfestuhlut í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air. Morgunblaðið í dag rifjar upp að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis getur Indigo Partners aldrei orðið meirihlutaeigandi í WOW air vegna þeirra reglna sem gilda um flugrekstrarleyfið. Um það gildir reglugerð ESB nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í bandalaginu. Þar segir í 4. gr. að flugrekstrarleyfi frá lögbæru leyfisyfirvaldi í aðildarríki, sem í tilviki Íslands er Samgöngustofa, sé bundið því skilyrði að höfuðstöðvar fyrirtækins séu í viðkomandi aðildarríki. Í f-lið 4. gr. kemur svo fram að leyfið sé bundið við að ríkisborgarar viðkomandi aðildarríkis eigi meira en 50 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þetta þýðir að á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða einstaklingar eða lögaðilar frá ríkjum EES-svæðisins (EFTA-ríkjunum og 28 ríkjum ESB) að eiga meira en helmingshlut í félaginu.Fréttin var uppfærð kl. 14:49 en það ranghermi var tekið út að rekstrarleyfi væri bundið skilyrðum um að eigendur meira en helmings hlutafjár þyrftu að vera íslenskir. Hið rétta er að gerður er áskilnaður um evrópskt eignarhald á meira en 50 prósent hlutafjár.Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann fer yfir samkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og rekstrarhorfur WOW air má nálgast í myndskeiði hér fyrir neðan.
WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08 Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08
Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37
Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00
Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45
Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15