„Hann þurfti að byrja fyrstu þrjá leikina og hefur væntanlega ekki verið himinlifandi með það miðað við hvernig Stjarnan var þá,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson þegar frammistaða Sigurðar var rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.
„Þeir voru hræðilegir og hann þurfti að fá 40 mörk í leik á sig.“
Sigurður varði víti frá Einari Sverrissyni þegar leiktíminn var runninn út á Selfossi og tryggði Stjörnunni sigurinn.
„Þeir segja að þetta sé dýrasti markmaður á Íslandi per mínútu og mínúturnar sem hann spilar, þær kosta,“ sagði Logi Geirsson.
Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.