Handbolti

Guðmundur Helgi: Stundum er gott að hlusta á þjálfarann

Einar Kárason skrifar
Guðmundur var ekki sáttur í kvöld.
Guðmundur var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var skiljanlega súr eftir tapleikinn gegn ÍBV í kvöld.

„Nei því miður (innsk. datt þetta ekki með okkur). Það eru klaufamistök hjá okkur. Látum reka okkur útaf fyrir mjög lítið.“

„Aftur á móti góð reynsla hjá þeim að fiska okkur útaf sem verður til þess að við töpum þessum leik.”

Framarar mættu til Eyja með sigurleik á bakinu og ætluðu sér að taka stigin tvö.

„Að sjálfsögðu. Sigurbergur var náttúrulega frábær í dag. Sýndi loksins sitt rétta andlit og það var erfitt að eiga við hann.“

„Þetta var hörkuleikur allan tímann og við ætluðum okkur aðeins meira en svona er þetta. Því miður datt þetta ekki með okkur.”

„Akkurat öfugt við það sem var gert,” sagði Guðmundur um hvað lagt var upp með í síðustu sókn leiksins þar sem í boði var að jafna leikinn.

„Boltinn átti að fara út í horni og hann bara fór akkurat í hina áttina. Þetta fer í reynslubankann hjá strákunum. Stundum er gott að hlusta á þjálfarann.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×