Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 09:31 Lars von Trier og Nicole Kidman. vísir/getty Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“ Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“
Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19